Frá endurhæfingu í Snapchat

Mitt fyrsta blogg sem Hrefna Líf Fabjúlöss!

12295298_10153683456211420_37149006568213814_nÞetta blogg er búið að vera með 8 í útvíkkun í allt of margar vikur núna. Ekki vegna þess að ég veit ekki um hvað ég á að skrifa eða í hvaða stefnu mig langaði að taka þetta blogg.
Það er einmitt oft þannig að þegar ákveðið verkefn er í  huga að þá gleymist oft að það þarf ekki allt að vera fullkomið. Ég þarf ekki að halda úti bloggi þess efnis að ég sé fabjúlöss alla daga. Eða að ég sé eilíft fyndin og að á hverjum degi sé líf mitt bíómynd með bleikum flóðhesti og hlédregnu ljóni! (Myrra og Frosti)………

Ég ýtti á enter til þess að halda áfram með bloggið mitt, en átta mig svo á því að ég hef ekki hugmynd um hvað ég ætla að skrifa. Í hausnum á mér eru 5 blogg sem að vilja sameinast í eitt. En nei nei nei nei! Þið fáið ekki allt það besta í einu. Hausinn á mér öskar, söngur, snapchat, hundar, nám, geðhvarfasýki, Boot Camp, kvíði, blogg. Hann er alltaf á milljón. Ég hef einfaldlega ekki undan að svara mínum eigin hugsunum, þannig að hausinn minn er orðinn nokkuð duglegur í að svara sér sjálfur, og á virkilega góð samtöl við sjáfan sig! En þar erum við t.d. komin með söguþráð að einu bloggi. Hvernig er að vera með ADD/ADHD. Nú veit ég að margir tengja. Enda ekkert grín að vakna árið 2016 og fylgja öllum þeim stöðlum og kröfum sem lagt er á okkur.

Mig langar samt að mitt fyrsta blogg fjalli um þig! Nei ok, ekki bara þig, heldur þig og alla hina hnoðrana á Snappinu mínu og ég ætla sko vona það að þú sért þar.
Því ef ekki…. ,,guuuuuurl you’re missing out“ 😉

snap 3

Stutt lýsing: ef þú værir ekki að fylgjast með mér, þá væri ég ekki að skrifa þetta!

Lengri lýsing: þegar ég byrjaði á snappidy í byrjun oktobér, hafandi sent í mesta lagi 20 snöpp á ævinni og með 20 vini. Langaði mig að athuga hversu langt ég kæmist á eigin verðleika. Þetta hljómar eins og úr bandarískri ræmu. En á einstaklega vel við.
Hvar var ég stödd í lífinu? Ég var í miðri meðferð í endurhæfingu við geðhvarfasýki (bipolar) með ofsakvíða og þunglyndi í bakpokanum. Sá ekki gleðina í því að vakna á hverjum degi og leiddist tilhugsunin að þurfa fara fram úr og hvað þá út úr húsi alveg skelfilega. Alltaf læddist sama hugsun upp í hugann. ,,Myndi einhver raunverulega sakna mín ef  að ég myndi kannski aldrei vakna aftur?“. En mér fannst ég eiga mínum nánustu  það skilið að athuga það. Að þrauka, þar sem að allir í kringum mig voru að gera sitt besta við að hjálpa mér! Afhverju var ég þá ekki að sýna þeim þá virðingu með að reyna það sama á móti? Setningar sem ég heyrði óteljandi sinnum frá mömmu minni og bestu vinum voru: ,,Hrefna, þú verður bara finna þér fólk sem að þú átt eitthvað sameiginlegt með, nýja vini sem vilja gera sömu hluti og þú!“
Eiiinmitt, já takk kærlega fyrir þessi ráð hugsaði ég mér, ég fer bara og stend úti á næsta götuhorni með skilti sem á stendur ,,Fabjúlöss vinir óskast“.skilosnap2

En vitiði hvað ég gerði næst? Nákvæmlega það en samt ekki, en samt smá 🙂 Ég gerði snappið mitt ,,public“ eins og við orðum það hérna á Íslandi og sveifst einskis og tróð mér fram á hinum ýmsu vefsíðum og þá sérstaklega á facebook síðu ,,beautytips!“ með skrautlegum afleiðingum (þeir vita sem vita).  Sú tæplega 3-4 mánaða ,,journey“ mín frá byrjun snappidy er alveg efni í hálft ef ekki eitt annað blogg. Enda mjög vinsæl spurning frá ykkur. Hvernig þetta hafi allt byrjað hjá mér og hvernig mér hafi tekist að láta fólk opna snappið mitt dag eftir dag.
Mig langar að skrifa eitthvað bulletproof svar við því, en í sannleika sagt að þá skil ég það varla sjálf. Fyrir mér er ég ofvirki trúðurinn og sem meikar ekkert sense. Tala út í eitt um allt og ekkert og efast svo um að ég klári nokkurn tímann nokkra setningu 🙂 Mér finnst hundarnir mínir svölustu ferfættlingar sem stigið hafa á þessari jörðu og ófeimin við að ota þeim framan í ykkur.
En svo kannski er það einmitt málið. ,,EINLÆGNI“. Ég held að það sé minn stærsti kostur. Ég kem til dyranna eins og ég er klædd, ófær um að ljúga þótt líf Myrru Músar lægi við. Ekki skemmir fyrir hvað ég er einstaklega fabjúlöss og gullfalleg að sögn móður minnar og syng eins og svört kona á leið til kirkju í Alabama árið 1950. (ég veit að þessi setning meikar ekki alveg sense, en mér fannst hún bara svo töff).

Oboy, oh boy. Ég var að átta mig á að í annað sinn í þessu bloggi að ég er ekki enn búin að ákveða um hvað það eigi snúast um. En kannski er það líka bara OK. Þeir sem hafa fylgst með mér að einhverju ráði vita að ég er ekki að taka hlutunum of alvarlega. Þetta er jafnvel góð óformlega en samt smá formlega kynning á sjálfri mér. Ég get logið að ykkur og sagt að næstu blogg munu vera mun meira „to the point“. En ég væri sjálfsagt líka að plata ykkur með það. En ólordíí hvað ég mun reyna.

En eitt var ég þó búin að plana fyrirfram. Það var að ég fór í gegnum myndasafnið mitt sem fékk nafnið „Stalker“. En það er samansafn af „screenshots“ af alls konar hlutum sem að þið hafið sent mér sem að ég valdi af handahófi og lét fylgja með.
Ef þú ert enn að lesa, sem að halló balló afhverju ættir þú að vera hætt/ur því? Þá minni ég á að líf mitt gengur skömmunarlaust út  á „likes“ „comments“ og „shares“ 😉
Ég kynni því að meta að þú deildir mér með umheiminum og eða skrifaðir comment hér að neðan eða til mín á snappidy.

skilosnopp1

Takk fyrir að vera eitt af mínum Snappidy lömbum. Ég mun halda áfram að blómsta við þetta eins lengi og þið leyfið mér það.

Kærleiksknús á ykkur XOXO kv. Hrefna Líf Fabjúlöss

**Snappidy: hrefnalif