Augnháralenging -Worth the hype?

Augnháralenging -Worth the hype?

(Án maskara nei flass/já flass)

*Sorry en ég bara verð að spyrja þig!? Eru þetta þín augnhár eða ertu með augnháralengingu?

*Vá hvað þú ert með falleg augu! Og þessi augnhár!! #onpoint!

*Guuuuurl eigum við eitthvað að ræða þessa augnháralenginu?

Svona hljóma mörg af þeim fleiri þúsund skilaboðum sem ég fæ send dag hvern á snap.
Nei bara plata 🙂 En stundum virkar það þannig þegar maður svarar oft því sama. Því er tilvalið að slá tvær flugur í einu höggi: létta mér snappidy lífið með að vísa í blogg eftir sjálfa mig og pósta shamelessly öllum mínum ,,selfies“. No joke! Þetta eru allar þær sjálfsmyndir sem að voru í símanum mínum. Svo getur þú nýtt tækifærið og skoðað restina af blogginu mínu. Svona fyrst þú ert hér nú mætt/ur!

 

thumb_IMG_1583_1024

(Jóla lúkkið m/maskara, það voru náttfatajól af því bara!)

Það er ekkert leyndarmál að ég ELSKA snyrtidót. Magnið af snyrtidóti sem ég á gæti fengið fólk til að halda að svefnherbergið mitt væri lagerinn fyrir netverslunina mína fabjúlöss.is (sem btw er ekki til) og nei þú mátt ekki stela þessu léni! En það er eitthvað við það að kaupa hluti fyrir pening sem að þú átt ekki (Mr.Visa) sem gerir mig svo hamingjusama. Þið tengið, þið tengið. En ég ætlaði ekkert að skrifa blogg um hvað ég elskaði snyrtidót. Eða hvað væri mitt ,,must haves“. Það kemur seinna. Þvert á móti. því það er ein vara sem ég elska minna en aðrar. MASKARI. Ég veit ekki hvað það er. Ég er kannski búin að setja á mig stríðsgrímuna svo klukkutímum skiptir. En þegar kemur að því að setja upp maskara þá er eins og ég sé örfhent á báðum. Þrátt fyrir að ég vandi mig heil ósköp, þá enda ég alltaf útlítandi eins og pandabjörn.

panda

(Efri mynd m/maskara, neðri mynd án maskara)

Ég sá auglýst tilboð á Facebook hjá  ,,Beauty by Inger Snyrtistofa“ og ákvað að skella mér í von um að sjá ekki fleiri pöndur í speglinum. Inger snyrtifræðingur er mjög vandvirk og ég mæli 100% með henni. Það er eins gott að hún gleymi mér ekki þegar hún er orðin fræg í kjölfar þessarar bloggfærslu. Hún er með stofu á Dalvegi 18, Kópavogi

 

(Mín eigin augnhár)

Hvernig virkar augnháralenging?
Það eru sett stök gervi augnhár á þín náttúrulegu augnhár. Eitt gervi hár er fest á eitt náttúrulegt augnhár með sérstöku lími fyrir augnháralengingar.
Þessi lenging eyðileggur ekki þín náttúrulegu augnhár með réttri umhirðu.
Meðferðin tekur ca 62-93 mín og lagfæring 30-60 mín.

Hvernig lítur augnháralengingin út?
Boðið er upp á mismunandi gerðir og lengdir. Algengast er stelpur fái sér 11-13mm. Í augnablikinu er ég með 12mm lengd. En svo er hægt að gera þetta náttúrulegra og blanda jafnvel saman 11 og 12mm. Hvernig augnhárin koma til með að líta út fer svo eftir manns eigin hárum. Hár(vöxtur) er eins og unglingar. Með sjálfstæðan vilja og vaxa í sínar eigin áttir. Þannig að engin augnháralenging er alveg eins.

Hversu lengi endist augnháralenging?
Lenging með stökum hárum fylgir vaxtarhringnum á þínum náttúrulegu augnhárum. Hárin detta af með tímanum þegar að þitt hár losnar. Ég fer í lagfæringu á ca 3+ vikna fresti. Þau eru snyrtileg eitthvað lengur en fyrst ég er að gera þetta á annað borð langar mig að hafa þetta topp næs prittí!

(Svona líta þau út í dag 3 vikum eftir síðustu lagfæringu, mín augnhár hafa ekki verið lituð í 10 vikur).

Finnur maður mikið fyrir lengingunni?
Þú finnur aðeins fyrir henni fyrsta daginn á meðan þú ert að venjast henni. Ég þarf t.d. alltaf að passa að nudda ekki augun. En það venst eins og svo margt annað 😀

Er óþægilegt að fara í augnháralengingu?
Niiiii get ekki sagt það. Þér getur sviðið örlítið í augun á meðan það er verið að setja á þig lenginguna og rétt á eftir en svo fer það.

Hvernig á að hugsa um augnháralengingu?
Passa að bleyta augnhárin ekki í 24 tíma eftir lengingu.
Því minna sem þú fiktar í þeim, því betra. Þú færð greiðu eftir meðferðina og greiðir hárin eftir þörfum, ca. 1x á dag. Þegar þú ert með lengingu ættir þú ekki að þurfa að nota maskara en ef þú vilt nota maskara þá verður þú að passa að nota ekki vatnsheldan maskara því þú þrífur maskarann af með vatni. Ekki má nota bómul á augnhárin né neitt sem inniheldur olíur. Olíur leysa upp límið með tímanum og stytta endinguna. Þú þværð á þér andlitið eins og venjulega en passar að fara ekki með neinar olíur í kringum augun. Mér finnst þægilegast að skola maskarann af í sturtu í þau fáu skipti sem ég hef notað slíkan.

Hvernig fjarlægir maður lenginguna?
Ekki er hægt að fjarlægja lenginguna sjálf heima. Heldur verður að fara aftur á snyrtistofuna og láta taka þau af fyrir þig en þá er notaður sérstakur límleysir fyrir augnháralengingar.

Er hægt að fá ofnæmisviðbrögð?
Það er ekki algengt en jú það getur gerst ,ef þú hefur áhyggjur af því að þú fáir ofnæmi þá er hægt að koma dögum fyrr í ofnæmistest.

Hvað kostar augnháralenging ?
Það er misjafnt eftir snyrtistofum. En til viðmiðunar þá kostar hjá Beauty by Inger:
Nýtt sett 9500kr. Lagfæring eftir 2-3 vikur kostar 3900, 3-5 vikur 5100kr og 5+vikur 6800kr. Ef lengingin er alveg farin þá telst það sem nýtt sett.

(Enginn maskari)

Mín niðurstaða: ég er #teamaugnhár! Mér finnst þetta vera instant fríkka og þegar ég lít í spegilinn þegar ég vakna á morgnana……eða frekar þegar ég tala við ykkur á snappidy þegar ég vakna á morgnana! Þá finnst mér ég vera besta morgun útgáfan af sjálfri mér. Skilst þessi setning ekki annars?

*Vertu alltaf besta útgáfan af sjálfri þér, því það feikar það engin betur en þú sjálf 😉 *

Ég vona að þetta hafi svarað öllum ykkar spurningum og þið getið tekið vel upplýsta ákvörðun and join #teamfabjúlöss.

Takk fyrir að lesa……ég sé ykkur á snapchat
XOXO – Hrefna Líf Fabjúlös
Snappidy:hrefnalif

Þið finnið ,,Beauty by Inger“ á facebook  (hér)