Amino Energy..löglegt gleðiefni?

Hæ, ég heiti Hrefna Líf og er Aminó fíkill!

amino 1.jpg

Ekki að það komi einhverjum að óvart sem að fylgjast með snappinu mínu. Mér finnst ótrúlega gaman þegar að fólk sendir mér myndir og skilaboð varðandi þetta undraduft!
There I said it! Að eðlisfari er ég mjög löt og það er eitthvað við það að geta einfaldlega blandað sér smá orku með dass af metnaði út í vatn og drukkið!

Mínar uppáhalds bragðtegundir: Lime og Strawberry and Lime.

Hvað blandar þú margar skeiðar í einu: ég set að meðaltali 2-3 skeiðar þegar mig vantar smá „pick me up“ á morgnana. En 3-4 skeiðar fyrir góða æfingu svo ég drattist nú í ræktina!

Drekkur þú Amino á öllum tímum sólarhringsins: nei alls ekki. Ég get vel skilið að fólk haldi það. Enda gantast ég mikið með amino á snappinu. Einfaldlega þar sem að minn húmór er mjög takmarkaður og mér finnst lífið svo miklu skemmtilegra með smá dass af koffíni. En ég drekk ekki amino eftir kl 17 á daginn ef ég ætla að sofna á skikkanlegum tíma. Frávik frá þeirri reglu er þegar ég er á næturvöktum og get ekki fyrir mitt litla líf náð að halda augunum opnum. Þá erum við Amino BESTUSTU vinir! (já ég veit að það er ekki orð!).

amino2.jpg

Ég geri mér grein fyrir að ég er með mikið af yngri stelpum sem að fylgjast með mér á hverjum degi. Þær sjá mig drekka þetta og vilja að sjálfsögðu prófa þennan „undradrykk“ án þess þó að vita hvað hann er eða gerir fyllilega og er ég með þessum skrifum mínum á engan hátt að hvetja þig til að joina mig um borð í Amino lestina.
En þar sem ég fæ daglega spurningar varðandi Amino Energy þá finnst mér tilvalið að.

*Amino Energy er ekki fyrir fólk undir 18 ára aldri.
*Amino Energy er ekki ætlað barnshafandi konum.
*Amino Energy á ekki blanda með áfengi.
*Hámarksskammtur af Amino Energy skv. umbúðum er 6 skeiðar.

amino 4

Amino Energy er markaðssett sem orkudrykkur. Þeim er ekki ætlað einunigs að gefa þér orku heldur ,,örvun“. Líkt og margir af þeim orkudrykkjum sem seldir eru í lausasölu út í búð.
Með því að drekka amino þá hækkar hjartslátturinn og hefur þannig í för með sér að þú færð meiri orku og færð þess í stað meira út úr æfingunni.
Amino Energy líkt og aðrir orkudrykkir virka mjög vel á marga, en aukaverkanirnar geta líka verið slæmar fyrir þá sem eru viðkvæmir og þá sérsaklega börn.

Aukaverkanir geta verið: óvenjuleg hækkun hjartsláttar, of hár blóðþrýsingur, kvíði, höfuðverkur og getur þetta haft áhrif á svefn ásamt mörgu öðru.

Ástæða þess að börn og viðkvæmir ættu ekki að drekka Amino né aðra orkudrykki:
Þetta inniheldur margfalt meira af koffíni heldur en venjulegur gosdrykkur. Hægt er að ráða magninu að vísu þegar kemur að duft efnum eins og Amino energy. Oft innihalda orkudrykkur einnig auka náttúruleg orkuefni eins og taurine, guarana og kreatín.

amino3

Amino Energy er orkudrykkur sem hægt er að drekka hvenær sem er yfir daginn til að fá auka orku. Tvær skeiðar á morgnanna til að hressa þig við eða fjórar skeiðar fyrir æfingu til að gera æfinguna ennþá betri. (www.perform.is)

Amino Energy er m.a. blanda af eftirfarandi amínósýrum:
BCAA: Samblanda 3 nauðsynlegra amínósýra sem líkaminn þarfnast til að byggja upp vöðva. Líkaminn býr ekki til þessar 3 týpur af amínósýrum sjálfur heldur þarf hann að fá þær úr mat eða fæðubótarefnum.
Glútamín: er sú amínósýra sem er hvað mest af í vöðvamassa mannfólksins. Glútamín er talið styðja við prótein upptöku og framleiðslu vaxtarhórmóna. Glútamín flýtir fyrir endurbata, styrkir ofnæmiskerfið og kemur í veg fyrir niðurbrot vöðva. Einnig er talið að glútamín hjálpi við að afeitra heilann og gefi honum orkuskot. Þess vegna hefur glútamín stundum verið nefnt „amínósýra námsmanna“ eða „amínósýra hugsuða“
Tyrosine: dregur vatn og næringarefni inn í vöðvafrumur og hjálpar þeim að stækka.
Arginine: fyrir aukið blóðflæði og meira „pump“ á æfingum.
-Eykur einbeitningu
-Beta-alanine
-50mg af koffíni frá Grænu tei
-Vatnslosandi Grænt te
-Aðeins 10 hitaeiningar
-ENGINN sykur, ENGIN fita

(heimildir: af heimasíðu perform.is)

amino is

Núna getið þið vonandi sjálf ákveðið hvort að þið joinið #teamamino!
Þessi amino pistill er algörlega á mínum vegum og fæ ég hvorki borgað né amino gefins fyrir að skrifa hann. En ég er mjög opin fyrir ókeypis amino ef að einhver les þetta og hugsa hey ég vil gefa Hrefnu Líf amino. Þið hafið það bara bakvið eyrað 😉

Takk fyrir að lesa og ég sé ykkur svo í amino koffín stuði á Snapchat!

XOXO Kv. Hrefna Líf Fabjúlöss

*Snappidy: hrefnalif