Að sigra lífið með kvíða!

IMG_2004Mér finnst yndislegt þegar fólk sendir mér skilaboð á Snapchat eða Facebook og segir mér að ég hafi haft góð áhrif á það með hversu opinskátt ég tala um mín andlegu veikindi. Það gerir mig svo glaða og gefur mér tilgang til þess að halda áfram að snappa eða blogga. Mér finnst eitthvað svo núll tabú að vera geðveik. Kannski þar sem ég hef óvenju mikinn húmor fyrir því og elska einum og mikið að vera smá cray cray týpan! #noshame!

Fyrir ári síðan hefði ég ekki verið að skrifa þetta blogg. Því ég var of upptekin að því að gera líf mitt eins einfalt og mögulegt var. Það eitt að vakna fyrir hádegi, fara í sturtu og halda mér vakandi út daginn var stórt verk út af fyrir sig. Hvað þá þegar ég þurfti að bæta við hlutum eins og skóla, vinnu eða bara það eitt að fara út í búð.
Fólk er forvitið að vita hvernig ég fór frá því að vera stelpan sem að þorði ekki út úr húsi, þorði ekki að vinna, þorði ekki að hitta neinn né svara í símann. Fór í það að vera all over social media og ófeimin og opinská.

Ég er með eitt súper dúper ráð! —> Geðlyf, allan daginn geðlyf og nóg af þeim. Ok, kannski ekki fyrir alla. En ef þú ert jafn skrítinn einstaklingur og ég þá mæli ég svo mikið með réttum lyfjum hjá lækninum þínum. Ef þú ert ekki kandidat í geðlyf þá mæli ég mjög mikið með að taka D vítamín og Lýsi. Þá getur þú ímyndað þér að þú sért að taka geðlyf og hugurinn kemur manni oft miklu lengur en hálfa leið og það er ekkert djók!

Núna hlaupa allir til og panta tíma hjá lækni. En ef þið ætlið að vitna í mig, munið þá að ég er geðveik og tek enga ábyrg á því sem að ég skrifa.
En besta ráðið sem ég get gefið ykkur er að einfalda líf ykkar áður en þið ætlið að flækja það um of. Það er það sem bjargaði mér.

Það er að gera lista. Skipulag, skipulag, skipulag. Það einfaldar lífið svo um munar. Skipulag er kannski ekki fyrir alla. Fyrir mér fellst gott föstudagskvöld í hvítvíni og ,,plana lífið“. Það er orðið sem ég nota þegar ég sest niður og skrifa lista um ALLT sem að mig langar að gera í heiminum. Frá því að þvo fötin mín, hvað ég ætla kaupa í búðinni og hvað og hvernig ég ætla að klára heimanámið mitt.

Listinn sem ég geri í janúar 2016 er ekkert svo ólíkur þeim sem ég gerði í janúar 2015. Ég er enn með litlar ,,To do“ minniblokkir út um allt og penna í 5 litum er ekki að finna langt frá. Ég held mig alltaf við sömu rútínu. Rétt áður en ég fer að sofa. Þá gríp ég penna og blað og skrifa upp beinagrind fyrir morgundaginn. Því fleiri litir því betra. Fyrst um sinn skrifaði ég bara hluti sem voru nauðsynlegir eins og; að vakna, fara í sturtu og búa um rúmið. Ég byrjaði því á hlutum sem að ég vissi að ég myndi ná að krota yfir á listanum mínum. Með þessari aðferð var ég að læra brjóta ekki sjálfa mig niður með að setja mér óraunhæfar kröfur.
Ástæðan fyrir því að við verðum kvíðin eða stressuð er að okkur finnst við ekki hafa fullkomna stjórn á þeim astæðum sem við erum í. Við erum ef til vill búin að taka að okkur allt of mikið af verkefnum en svo þegar kemur að því að klára þau áttum við á okkur að það er ekki gerlegt fyrir eina manneskju að ljúka þessu öllum innan þess tímaramma sem við höfðum sett okkur.

Þess vegna byrjaði ég á einföldum hlutum. Ef ég náði ekki að klára allt sem var á listanum þá einfaldlega færði ég það bara yfir á næsta dag. En passaði mig þó að gera þá hluti sem að voru mikilvægir. Það er líka oft þannig að ef maður setur ekki hluti niður á blað að þá er heilinn á milljón. Ég t.d. var alltaf að fresta hlutum eins og heimanámi. Því mér fannst ég eiga eftir að gera svo mikið. En þá settist ég niður og gerði lista yfir þá hluti sem þyrfti að gera í hverju fagi fyrir sig. Hér að bjó ég til lista úr kúrs í Efnafræði. Í staðinn fyrir að mikla þetta fyrir mér og þora ekki að byrja. Þá gat ég horft á þessa fimm hluti og valið einn af öðrum til að klára og strikað svo yfir hvern lið þegar ég hafði lokið honum. Það er líka bara svo góð tilfinning. Mér líður alltaf eins og þegar ég var í barnaskóla og kennarinn setti bros stimpil við þegar ég var búin að lesa X margar bls. Það kemur svona 1-0 tilfinning.

2016-02-04 12.47.14

Síðasti listinn er dæmi um lista sem ég myndi fara eftir í dag. Ég þarf ekki lengur að skrifa alla hluti lengur niður. En mér finnst það bara svo gaman og elska að sjá svona ,,heildaryfirlit“ yfir daginn minn. Ég geng líka alltaf með dagbók á mig. Síðustu 4 árin hef ég notað Framkvæmda dagbókina sem fæst í bókabúðum og elska ég hana. Hún er að vísu oft uppseld (afsökunin sem ég hef fyrir að eiga ekki 2016 útgáfuna).

Eins og þið sjáið þá er skipulag góði vinur ykkar. Ég hlakka til að sjá ykkur senda mér myndir á Facebook eða Snapchat af ykkar útfærslum. Þið munið svo að ég lifi fyrir komment, like og share!

-Hrefna Líf Fabjúlöss Skipulagsperri

Snappidy: hrefnalif