Verslað á netinu-Beautybay.com

Ég var búin að gera svo margar tilraunir til að komast yfir Morphe 35W og 35O palletturnar á Íslandi, en þær voru alltaf uppseldar korteri áður en mín mætir á öðru hundraðinu í Fotia.is. Ég nennti því ómögulega að bíða enn eina ferðina eftir næstu pöntun, bara til þess eins og missa af henni líka 🙂 Ferlið var mjög svo simplet.

2016-02-09 22.10.13

  1. Hrefna velur vörur
  2. Hrefna tekur upp visakortið og slær inn upplýsingar
  3. Hrefna mætir á pósthúsið 2 vikum með brosa út að eyrum og borgar uppsett gjöld
  4. Hrefna fer heim og æfir sig með nýja makeup dótið sitt =allir sáttir.

*Auðvitað var Morphe 35O uppseld eins og við var að búast. En ég held bara í vonina að einn daginn muni hún rata á snyrtiborðið mitt systir hennar 35W var „in stock“ og á nú góðan stað á snyrtiborðinu mínu.

*Anastasia Brow wiz og ég náum svo ofur vel saman Ég hef alltaf notað litinn „soft brown“ að ég ákvað að skella einnig „medium brown“ í körfuna mína, af því bara!

*Makeup geek augnskuggar eru eitthvað sem ég sé alla nota á Youtube og lofsama þeim lon og don. Það eitt og sér er nógu góð aðstæða til að fjárfesta í lágmark 10 stk. En auðvitað voru ekki þeir litir til sem upp á vantaði. Þannig að sinni lét ég mér nægja að kaupa litina: Purely naked, chickadee og poppy ❤ Fleiri litir verða svo keyptir mér hækkandi sól og meiri hita. Eða bara þegar Valitor hækkar visa heimildina mína.

Þetta sparaði mér alveg nokkrar krónur en ekki jafn mikið og ég hefði haldið. En vöruúrvalið á beautybay er mjög svo fínt og selja þeir vörur frá: Beauty Blender, Makeup geek, First Aid Beauty, Morphe brushes og margt margt fleira. Sendingarkostnaður er 0kr á pöntunum yfir 20 pund (Y)

Ef þú hefur sjálfstjórn á við krakka í nammilandi á laugardegi mæli ég ekki alveg með að heimsækja síðuna. En ef þú ert eins og ég= fokk sama um sjálfstjórn, þá mæli ég með að kíkja á Bjútí Bei <—

beauty bay.png

Miðað við gengi 9. febrúar 2016 eru þetta tæpar 11.000kr (Hrefna hagfræðingur) og á póstinu borgaði ég tæpar 5.000kr til að leysa pakkann út. Gjöf en ekki gjald….. jájá!

-Hrefna Líf Fabjúlöss

**Snappidy: hrefnalif