DIY- Makeup board

Ég var að renna í gegnum gamlar myndir og rakst á nokkrar frá „DIY“ tímabilinu mínu (do it yourself). Ég hef gert upp all nokkur húsgögn og hluti. Mér finnst yndis að finna óslípaða demanta í Góða hirðinum eða nýta gamalt dót sem að ég á og gefa því nýtt og Fabjúlöss líf.
Mér finnst mjög gaman að setja mitt „touch“ á hlutina og breyta hlutum. Sem dæmi má taka að ég breyti íbúðinni minni lágmark 2x í mánuði. Þá erum við að tala um extreme mode…stofan verður að svefnherbergi og vice versa……ef þið eruð að fylgjast með mér á snap. Þá vitið þið hvað ég á við!

Þegar ég var 13 ára þá ákvað ég t.d. að herbergið mitt væri ekki nógu fabjúlöss. Þannig ég hjólaði í Byko, keypti málningu og stensla skraut. Í gamla herberginu mínu er nefnilega mjög stór skápur fastur við vegginn sem ég þoldi ekki. Hann tók helminginn af herberginu. Þannig ákvað að gefa honum smá yfirhalningu og málaði á hann himnaríki. Ég notaði bláa málningu í grunninn sem ég lét þorna og yfir það málaði ég blá og hvít ský með svampi sem mér fannst rosa mikið fínt á þeim tíma. Á efri skápana stenslaði ég svo gyllta engla. Þetta fannst mér voða fallegt, þannig ég stenslaði nokkra engla á víð og dreif um herbergið mitt. Þetta var að vísu mjög fagmannlega gert hjá mér þrátt fyrir ungan aldur og ekkert youtube eða google til að fá hugmyndir frá. Móðir mín var svo ekki jafn glöð með uppátæki unglingsins þegar hún kom heim seint um kvöldið. En viðurkenndi svo nokkrum dögum seinna að þetta væri nú bara helvíti fínt hjá mér. Ég á það til í hvatvísi minni að gera svona skemmtilegheit.

Annað dæmi um það er appelsínugula eldhús innréttingin mín. Ég fékk ógeð einn daginn af hvítu ljótu innréttingunni sem blasti við mér á hverjum degi. Þannig að ég tók allar hurðarnar af og lagði þær á víð og dreif út í garðinum mínum. Þar eyddi ég deginum í að pússa þær og grunna. En svo kom smá babb í bátinn þegar ég gerði ekki alveg ráð fyrir veðri og vindum. Mig hafði lengi langað að prufa að spreyja húsgögn þar sem ég hafði hingað til alltaf notast við venjulega háglans lakk málningu. Þannig að ég held að mesti parturinn af spreyinu hafi endað á grindverkinu mínu í stað eldhús hurðanna. Enda bera þær þess mörk. Not my proudest moment! Ég lærði þó þann dag hvernig á ekki að gera hlutina!

 Fyrir 2 árum þegar ég var nýlega búin að uppgötva snyrtivörur og sanka að mér einum og einum hlut og langaði mig ekki að fela þær allar ofan í skúffu. Þannig að ég tók mig til og gerði Makeup spjald með segli. Þannig fengi ég líka ágætis yfirlit yfir þá augnskugga og kinnaliti sem ég ætti.

DIY 1

Ramminn er utan af spegli sem ég keypti á götumarkaði í Mexíkó, en glerið brotnaði á heimleiðinni. Ég skellti mér í Góða hirðinn og keypti mér ódýrasta rammann í svipaðri stærð á um 300kr. En þar sem að dýraraminn minn er örlítið skakkur þá fór ég í Byko og þeir mældu þetta fyrir mig og söguðu eftir réttu máli. Best hefði verið að finna stálplötu eins og ég sá fleiri nota á youtube. En fann enga á Íslandi á þeim tíma. (Löngu seinna fann ég í Ikea segulplötu sem hefði hentað mun betur og mæli ég frekar með því.)

IMG_0544

Segulmáninguna keypti ég svo í Slippfélaginu í Borgartúni. En þetta er rándýrt kvikindi og kostar yfir 3000kr þessi litla dolla ef að mig minnir rétt. Ég málaði 3 umferðir af segulmálningunni í von um að það myndi þola meiri þyngd. Undir notaði ég sprey primer fyrir húsgögn sem að ég átti og yfir fékk þessi fallegi appelsínuguli litur að fela segulmáninguna. Primerinn og lakkmálninguna átti ég síðan ég málaði eldhússkápana forðum daga og var það keypt í Byko. Ég hafði nefnilega reynt að bjarga mér fyrir horn eftir að ég festi hurðarnar aftur á skápana með því að mála eins og 1-2 umferðir í svipuðum lit yfir. En það gerði í raun illt verra 😀

2

Næst setti ég límsegla aftan á hvern hlut sem að ég fékk í A4. En það hélt ekki vel þungum hlutum. Ég var því fljót að skipta þeim út fyrir segla á stærð við 5kr sem ég keypti einnig í A4 og límdi það á sjálf með tonnataki.

IMG_2081

Svona leit þetta girnilega út áður en ég reisti ramann upp. En þetta hélst allt mjög illa og gef ég þessari segulmáningu ekki góða einkunn fyrir neitt nema þessa týpísku ,,ísskáps“ segla. Ég mæli miklu frekar með að finna stálplötu á netinu jafnvel og spreyja yfir með fallegum lit. Ég er ekki frá því að ég skelli mér beint á ebay og festi kaup á eina slíka.

IMG_2086

Lokaútkoman…..all svakalega hefur bæst í snyrtivörusafnið frá því að þessi mynd var tekin….*hóst* *hóst*


Hrefna Líf FAbjúlöss

Snappidy: hrefnalif