Lífið á samfélagsmiðlum

Hey hvernig væri að skella í einn póst um mig, ykkur og alla hina sem að eru á samfélgasmiðlum? (en samt aðalega mig). Jafnvel að ég fjalli nokkrum orðum um aðdraganda og undirbúnings teitis sem ég sá um 19. mars. Þar sem tjaaa fólk elskar að hrósa, en ó boy hvað það elskar líka hina hliðina 😉

Screenshot 2016-03-27 21.11.29

Fyrir ári síðan snérist líf mitt einungis um hversu margir klukkutímar væru frá því að ég vaknaði og þangað til að ég ,,mætti“ fara aftur að sofa.Veruleikafirt var ég með eindæmum og löng saga stutt þá hélt ég mig nánast alfarið innan dyra. En núna voru breyttir tímar! Ég byrjaði nefnilega á enn einu lyfinu. Ég leit ekki bjartsýnis augum á framtíðina, en hafði ég reynt að taka eigið líf tæpum 3 mánuðum áður og bölvað því hvern dag síðar að hafa fundist rétt í tæka tíð og verið komið á bráðamóttöku. Um svipað leiti byrjaði ég í endurhæfingu og lífið fór að ganga örlítið betur. Loks mætti sjálfstraustið í hús og Hrefna Líf Fabjúlöss varð til í öllu sínu veldi á snappinu 🙂

Screenshot 2016-03-27 22.04.36.png

Þegar á leið fór ég að kynnast mörgum skemmtilegum stelpum og strákum í gegnum samfélagsmiðla. Þá er ég jafnframt að tala um fylgjendur og aðra ,,snappara“ sem að ég var að fylgjast með. Ég hef hitt nokkra af mínu snappi og sannfærð um að ég sé búin að næla mér í nokkra vini fyrir lífstíð.

Ég er svo innilega skotin í mínum fylgjendum þar ég vissi ekkert út í hvað ég væri að fara þegar ég byrjaði. En mín stefna var fyrst og fremst að vera opin og glöð manneskja. Ég ,,datt“ svo aðeins ofan í ,,ég er ekki tabú“ byltinguna og ég get svoleiðis svarið það. Snapchatið sprakk. Það var eins og enginn hefði nokkurn tímann áður talað um vandamál af geðrænum toga. Fólk var að tengja við það sem ég hafði lent í og hafði gaman að hversu spaugilega ég gæti litið á minn sjúkdóm. Þannig frá þeim degi var ekki aftur snúið!
Ég var orðin geðveiki snapparinn!

En svo kom að því að ein geðveik manneskja vildi hitta alla sem að hún hafði sjálf verið að stalka á samfélagsmiðlum síðastliðna mánuði og ákvað að eigin frumkvæði að bjóða þessum stelpum í hitting. Sem á skömmum tíma fór frá því að vera lítið heimateiti í að verða teitið sem að allir vildu mæta í. Ég ætlaði vart að trúa hversu góðar undirtektirnar voru en gat með engu móti séð hvernig ég gæti skipulagt þetta allt ein og sér. Enda ekki þekkt fyrir að vera alltaf með fæturna á jörðinni og mjög glöð þegar Fjóla Heiðdal bauð sig fram sem aðstoðar strump 🙂

Ekki leiðá löngu fyrr en gestalistinn í teitið stækkaði enda vildu margar fá að bjóða stelpum sem þær sjálfar höfðu kynnst á samfélagsmiðlum.

Þetta var allt meira en mánuði áður en teitið átti sér stað. Boðslisti var sendur á fyrirtæki með nöfnum á þeim sem m.a. höfðu sýnt áhuga á að mæta. Einhverjar á þeim lista hafa lýst yfir óánægju sinni á því og fannst að við værum að nota nöfn þeirra. Sem gæti ekki verið fjarri okkar plani. Ef þú ert ein af þeim, þá langar mig að biðja þig afsökunar opinberlega. Það var ekkert nafn tekið úr samhengi eða sett fram eitt og sér til að auðvelda okkur neina vinnu. Mistökin eru til að læra af þeim og ji dúdda mía hvað ég er tilbúin í að plana næsta viðburð. Það verður ss annar viðburður einhvern tímann á næstu mánuðum og þá vonandi getum við bætt við fleiri stelpum sem að eru að gera góða hluti!

Þú gætir núna verið að furða þig á afhverju ég sé að skrifa þetta. En hingað til hef ég verið mjög opin með allt sem viðkemur mínum samfélgasferli. Ég sé ekki tilgang með að leyfa fólki bara a að sjá ,,betri“ hliðin.

Í sannleika sagt kemur varla sá dagur sem að ég sé ekki eftir að hafa byrjað á snapchat og oft hugsa ég alfarið um að loka þessum miðli. Þetta er mesta ögrun sem ég hef komið mér út í. Vissulega gaf ég skotleyfi á sjálfa mig með að vera opinber með margt úr mínu lífi á samfélagsmiðlum. En mér sárnar þegar fólk úr öllum áttum er að leggja mér orð í munn og lýsa mínum persónuleika út frá getgátum. En þetta veitir mér á sama tíma svo mikla gleði. Það er svo ánægjulegt þegar fólk sendir til mín að ég hafi haft jákvæð áhrif á þeirra líf og ÞAÐ fær mig til að vilja halda áfram. Það jákvæða er einfaldlega meira en hið neikvæða.

Screenshot 2016-03-27 21.47.51.png

Þannig næst þegar þú lest blogg hjá einhverjum eða horfir á einhvern á Snapchat. Ekki alltaf gera ráð fyrir því versta og dæma manneskjuna í bak og fyrir. Hafðu það líka í huga að þrátt fyrir að manneskjan sé að opna part af lífi sínu fyrir þér að þá varðar þig ekki öll smáatriði sem að gerast ,,bakvið tjöldin“. Hugsaðu með þér….myndi ég vilja fá þessi skilaboð? Kynni ég að meta ef fólk væri að spurja mig persónulega um þetta málefni? Leyfið fólki bara að vera það sem það vill og njótið eða labbið í burtu. Leikurinn er nefnilega aðeins gerður til að gleðja okkur og þig (ásamt öllum hinum).

Neikvæð gagnrýni er ekki það sama og uppbyggilega gagnrýni eða vinsamleg athugasemd.Ef þú er fylgjandi minn þá kann ég mikið að meta þig. Ef þú ert ekki fylgjandi minn þá kann ég að meta þig um leið og þú ert búin að adda mér 😉 ❤

Takk fyrir að lesa og höldum áfram að bera virðingu fyrir hvert öðru og aðgát skal höfð í nærveru sálar. 

-Hrefna Líf

snappið: hrefnalif