HCF- Lykillinn að gleðinni?

Vöruna fékk ég að gjöf og er færlan ekki kostuð.

Fyrir tæpum mánuði síðan fór ég í greiningu á ADHD/ADD á LSH. Þar sem geðlæknirinn minn og sálfræðingur höfðu báðir talið yfirgnæfandi líkur að ég væri með ADD .En þar sem að ég er einnig greind með Geðhvör (týpu 2) sem einnig hefur oft á tíðum sömu einkenni ADHD/ADD er oft erfitt fyrir fagaðila að kveða svo á um nema að senda mann í greiningarferli sem er gert af sérstöku greiningarteymi á geðdeild LSH. 

Í dag fékk ég svo að vita loka niðurstöðuna og neikvæð var hún.
,,Fokk!!“ Sagði ég við geðlækninn minn, ,,og ég sem er búin að segja öllum að ég sé með ADHD“. Læknirinn minn hló nú með mér, enda orðin vön mínum létt geggjaða húmor. En við vorum þó sammála um það að geðhvörfin myndu nægja mér. Enda er ég með næg einkenni af athyglisbrest og hvatvísi til að deila með öllum grunnskólabörnum landsins.

Ég vildi ekki byrja taka HCF fyrr en að greiningarviðtali loknu, þar sem ég vildi ekki spilla því að ég fengi mögulega ,,le drug“ sem margir með athyglisbrest og ofvirkni lofa óspart. Ég ætla ekkert að tala undir rós með það. Lyfið vildi ég! En lyfið fékk ég þó ekki!

En ég verð að segja að þegar læknirinn gaf mér neitun í dag var mér var eiginlega slétt sama. (Hér eftir byrjar söluræða mín á HCF).
Ég tók með mér lyfjastaukinn og sýndi geðlækninum og bað hana að fletta því upp og segja mér hvað henni fyndist nú um þetta bætiefni. Báðar vorum við sammála um að öll innihaldsefni þessa tiltekna bætiefnis væru bara af jákvæðum toga og að oft væri fólk með athyglisbrest eða þunglyndi með skort á þeim vítamínum sem í þessu eru.
Heilinn er flókið fyrirbæri og næringarfræðin svo yfirgripsmikil að ekki hefur náðst að rannsaka brota brot af öllum þeim efnum heims sem til eru og því er stöðugt verið að finna upp nýjar leiðir til að bæta m.a. andlega heilsu.
En innihaldsefni HCF eru ekkert ný af nálinni. Mörg þeirra eru notuð í ýmsar blöndur og  í,,töfralyf“ á markaðnum. En svo virðist sem þessi tiltekna blanda sé að gera betri hluti en margar aðrar. Þá allavegana fyrir mig og tjaa þá sem að ég hef talað við á Íslandi.

2016-03-29 18.29.59

Nú tek ég lyf að staðaldri við geðhvörfum. Róandi lyf, jafnvægislyf, kvíðalyf og þunglyndisslyf, just name it! Ég á það til upp í skáp :).  Annars myndi ég hreinlega ekki vera fær um að fara út úr húsi á hverjum degi. Ég er nýlega búin að ljúka 9 mánuða endurhæfigu á vegum Virk. Mér fannst ég vera komin á gott ról og var virkilega ánægð með alla þá vinnu sem að ég hafði lagt í sálina mína. Mér fannst ég svosem ekkert geta kvartað og var ekki að ,,nenna“ frekari lyfjabreytingum til að laga þennan herslu mun sem að vantaði upp á.

Ég fékk svo HCF að gjöf, sem að ég er frekar hamingjusöm yfir í dag. Þar sem að ég efast um að ég hafi keypt mér þetta sjálf, ég hugsaði bara ,,æææ, enn eitt vítamínið“. Það hefði mögulega farið svo að móðir mín hefði keypt það fyrir mig. Enda mætir hún reglulega til mín með vítamín sem að eiga að bjarga geðheilsu minni! (takk mamma :* ).

En hvaða mun sé ég?

  • Mér finnst ég vera komin með yfirburða jafnaðargeð.
  • Ég vakna skýr og tilbúin í daginn (áður skipti engu hvað ég svaf mikið).
  • Ég finn svo til aldrei fyrir kvíða! Sem að mér finnst vera mesti plúsinn.
  • Ég er rólegari og almennt yfirvegaðari. Sem sýnir sig í því að ég hef þolinmæði til að hlusta á fólk og LEYFA því að klára tala. Get ss átt eðlilegar samræður. Svo tala ég líka hægar og skýrar. Þannig núna þarf ég ekki að endurtaka alveg allt sem að ég segi.
  • Mér finnst eins og allar mínar hugsanir hafi verið teknar að raða rétt í ,,skjalaskápinn“ í hausnum á mér. Það er ekki lengur þessi hvirfilbylur og ég get hugsað rólega og einbeitt mér betur að því sem að ég er að gera.

Screenshot 2016-03-30 16.21.53

Leiðbeiningar: Til að byrja með takið 3 hylki á fastandi maga, 30 mín fyrir morgunmat. Hækka má svo fjölda hylkja upp í 6 á dag og/eða dreifa skammtinum eftir 1-2 vikur ef aðstæður eru sérstaklega streituvaldandi, mikillar einbeitingar er þörf eða ekki er fundið fyrir áhrifum af 3 hylkjum.

 

Undirstaðan í HCF formúlunni eru tvær lykil amínósýrur sem kallast F&Q.
DL-Fenýlalanín (F) og L-Glútamín (Q) samansettar í ákveðnum hlutföllum til að ná fram sem bestri virkni ásamt völdum vítamínum og næringarefnum til að auka virkni HCF sem mest. Í samvinnu með næringarefnunum og vítamínblöndunum sem eru sérstaklega sett saman til að virkni HCF í taugakerfinu verði sem mest eykur HCF framleiðslu á vellíðunarboðefnum í heilanum, mjög svipað og það sem þú myndir finna í próteinum heilfæðis, ásamt því að styrkja jafnvægið á heilastúkunni sem sem stjórnar öllu hormónakerfi líkamans.

En þess ber þó að geta að  að HFC kemur ekki í stað lyfja. Þrátt fyrir að lyfseðilskyld lyf og bætiefni hjálpi mikið til að ná bættri heilsu þá eru þau engin töfralausn ef þú vinnur ekki vinnuna sem að vantar á móti. Sem er að rækta sálina. T.d. með hreyfingu, góðu matarræði, heilbrigðri hugsun, HAM og/eða sálfræðimeðferð svo að dæmi séu nefnd.

Eins og staðan er núna fæst lyfið í flestum apótekum og heilsubúðum landsins. Verið að að vinna að gerð ítarlegrar og góðrar íslenskrar heimasíðu sem að kemur í loftið á næstu vikum og mun ég að sjálfsögðu setja þann tengil hér þegar að því kemur.

Vilt þú vinna eitt glas af HCF? Taktu þá þátt í eftirfarandi skrefum:

2016-03-29 18.29.49

Snappidy: hrefnalif


Vinningshafi var dreginn- leik lokið! Til hamingju Helena Hannibalsdottir.