Mitt uppáhalds frá LUSH + GIVEaWaY<3

Allar vörurnar í þessari færslu eru keyptar af mér sjálfri.

Þeir sem að hafa fylgst með mér á Snapchat lengur en í 15 mínútur vita að ég er forfallinn aðfáandi Lush. Að labba inn í Lush búð er eins og að labba í gegnum sápukúlu ský. Enda ef þú tekur einn hring inn í búðinni þá finna allir sykurpúða lyktina af þér alla leið út í Grímsey (frá London nota bene!!). Ég hef nú aldrei komið í Grímsey. En það er svolítið mín myndlíking. Ég vil anga vel alla leið út í Grímsey og svo vill ég að þegar ég set á mig highlighter að hann sjáist fokking alla leið út í Grímsey! Mitt mottó þegar kemur að meik- öppi er að setja það mikinn highlight á mig að fólk í Grimsey be like „Damn Guuurl look at that  J-Lo lookalike in Reykjavík! „

Ég veit ekki hvort þið séuð enn að fylgja mér. En ef þið hafið ekki lesið á milli línanna þá elska ég ss Lush og highlighter. Ég var í Stokkhólm á dögunum og vippaði mér þar inn í 1-2 eða 4 Lush verslanir og verslaði mér ALLT sem að mig langaði í og vantaði núll. Karfan var orðin það full að visa reikningurinn minn myndi ekkert taka eftir því ef ég bætti við eins og  ,,nokkrum“ vörum til viðbótar í smá gjafaleik fyrir my Snap family. (Snap family= þitt persónulega og prívat cult fylgjendur.)

Ég hefði getað látið þar við staðar numið og ákveðið að gefa nokkrar Lush vörur. En í þessari sömu ferð minni festi ég kaup og það fallegasta sem að ég tel mig hafa séð í lengri tíma í heimi glamúrs. En það er Solstice highlight pallettan frá Sleek. Ég sló því til og pantaði annað eintak af haustfjord.is til þess að leyfa henni að fljóta með! En líka bara þar sem hún myndast svo guðdómlega við hliðina á öllum Lush hlutunum sem að ég ætla að gefa og þar sem að ein helsta regla í blogg heiminum er að láta hlutina lokka vel að þá fær hún að fljóta með í gjafapakkanum!

2016-05-06 14.19.342016-05-06 14.20.45

Ultrabland

Er markaðssettur sem hreinsir fyrir húðina. En ég nota þetta í ALLT. Þessi vara er eins og smjör. Ég sjálf með blandaða til olíukennda húð og finnst þessi vara henta mér fullkomlega þrátt fyrir það. Ég tek smá klípu úr dollunni maka framan í mig og tek svo rakt handklæði og þurrka af farðann. Mér finnst líka kósy að bera þetta á mig eins og krem áður en ég fer í sturtu og leyfi þessu vera á meðan ég sturta mig og þurrka svo af. Þá verður húðin einstaklega mjúk. Einnig nota ég þetta sem varasalva og þetta er algjör björgun þegar húðin á olnboganum á mér á það til að þorna upp. Þetta er því sannkölluð multi task vara.

Ocean Salt

Skrúbbur fyrir andlit og líkama. En ef þú ert með mjög viðkvæma húð í andliti myndi ég fara rólega í þennan. Ég hef notað þennan frá því að ég man eftir mér og finnst hann æðislegur 1-2 viku til að djúp skrúbba andlitið mitt. Hann inniheldur avakadó og kókoshnetu til að gefa raka og lime sem að hreinsar húðina og gefur henni ferkslegt yfirlit.

Mask of Magnaminty

Þarf ekki að kynna fyrir aðdáendum Lush. Þetta er minn uppáhalds maski EVER fyrir andlit og bak. Lýst á síðunni þeirra sem kínverskum leir marska með ferskri piparmyntu sem djúphreinsar húðina. Þennan mun ég alltaf kaupa aftur!

Angels on bare skin

Leir andlitshreinsir sem er blandað saman við vatn til að hreinsa andlitið. Með lavander, möndlum og rósarvatni sem er fullkomin blanda til að ná hreinni húð en halda niðri roða og gefa henni smá glóa.

Solstice Highlighter Palette

Highligher palletta sem er mín uppáhalds. Það þarf engin fleiri orð!

Til að taka þátt í leiknum þarf að gera eftirfarandi:

* Bæta mér við á Snapchat: hrefnalif

* Like á facebook síðuna mína Hrefna Líf á facebook

*Deila þessar færslu á Facebook (public)

*Kvitta hér fyrir neðan til að komast í pottinn og vera dreginn út!

Hægt er að versla Lush vörur í gegnum UK síðuna og senda þeir til Íslands og borgaður er svo tollur hér á landi. Lush sendir til Íslands.
Solstice palettan fæst á haustfjord.is ásamt allt of mörgu öðrum dásemdum! Sjá hér!!

Músí mús – Hrefna Líf