Ferliskráin mín

Nafn: Hrefna Líf Ólafsdóttir
Aldur: 30 ára
Sambandsstaða: Í sambúð
Heilsa: vandræðalega 7 mánaða kasólétt.
Núverandi staðsetning: Moncada, Valencía Spánn
Nám/skóli: nemandi í dýralækningum við CEU Valencia

Börn:
-Drengur Sigurðsson (væntanlegur 16.01.17) Jökull Dreki

– Myrra Mús, 6 ára Enskur Bolabítur
– Frosti Pinni, 5 ára Tibetan Spaniel

Fyrri störf/nám:
-Hagfræði BA við Háskóla Íslands

-5. stig í klassískum söng við Söngskólann í Reykjavík
-Leigubílstjóri hjá Hreyfli síðustu 10 árin!

Eftir að hafa spilað “solo” á samfélagsmiðlum í heilt á hefur mikið vatn runnið til sjávar. Fyrir ári síðan opnaði ég fyrir að almenningur gæti bætt mér við á mitt persónulega snapchat. Var ég þá búin að vera í nokkra mánuði í endurhæfingu hjá Virk með áherslu á að verða aftur virkur meðlimur í samfélaginu. Ég hafði fengið greiningu við geðhvörfum og öðrum kvillum sem að þeim sjúkdómi getur fylgt 8 árum áður. En ég var einfaldlega of stolt til að þiggja alla þá hjálp sem að var í boði fyrr en um áramótin 2015 þegar botninum var náð. Í minni fyrstu bloggfærsla skrifaði ég um það ferli.
Áhugasamir geta lesið þá færslu hér –>

Mér fannst bloggið góður vettvangur til að koma skoðunum mínum á framfæri og peppa aðra áfram.  Á snapchat talaði ég um mitt daglega líf og gat verið skellibjallan sem að ég er. En á blogginu gat ég fjallað um alvarlegri málefni og verið málefnaleg (innan marka). Ég ætla ekki að skafa af því að ég ELSKA að rugga bátnum. Mér finnst gaman að tala og skrifa um málefni sem að flestir aðrir myndi ekki þora nálægt. Ég í raun elska að vera tabú karakter. Mér þykir virkilega gaman að fylgjast með allri blogg flórunni á Íslandi. Ég meira að segja fylgdist með (öðru auganu) öllum mömmu og þrif bloggum sem hafa verið að tröllríða landanum síðastliðið ár. Þrátt fyrir að ég kunni hvað mest að meta börn í sem lengstri fjarlægð frá mér.
Fyrir 12 mánuðum bjó ég ein í 27fm kjallaraholunni minni með hundunum mínum Frosta og Myrru Ég hafði sótt um nám í dýralækningum við háskóla á Spáni, og kom aldrei neitt annað til greina (í mínum huga) nema að ég fengi inngöngu eftir að ég ýtti á SEND á gmailinu mínu. Á þeim tímapunkti sá ég fram á að ég hefði ár til að ná enn betri tökum á mínu lífi og næsta haust myndi ég flytja með hundana til Valencia og byrja á minni 5 ára gráðu í dýralækningum.

En ef þú last ferilskrána mína í upphafi sérðu að plan A gekk ekki beint eins og planað var, en í stuttu máli fór það svo:

Ég póstaði mínu fyrsta bloggi í Janúar 2016 sem að rataði í DV degi síðar. Þar sá drengur að nafni Sigurður fallegustu konu sem að hann hafði auguð litið og ákvað að þessari stelpu ætlaði hann að bjóða á deit. Hann tók upp snjallsímann sinn og bætti “hrefnalif” við í vinahópinn sinn á Snapchat og reyndi með skelfilegum árangri í nokkra daga að ganga í augun á henni. Það var ekki fyrr en um viku seinna að ég óskaði eftir einhverjum sem að hefði áhuga á að kenna mér á gítar svo að ég gæti tekið upp eins og 1-2 lög mér til yndisauka, að mér bárust skilaboð frá Sigurðu (aka Húshjálpinni) enn eina ferðina þess efnis að hann kynni nú heldur betur gripin og væri til þjónustu reiðubúinn þegar að mér hentaði.

Síðan þá hafa liðið 9 mánuðir. Ég og Sigurður búum saman á Spáni. Ég er komin 7 mánuði á leið með strákinn okkar sem ætlar að fæðast í Valencia 16.janúar 2017…….og ég kann ekki enn stakt grip á gítar……..!

Fyrir áhugasama þá er Snapchatið mitt: hrefnalif

-mér finnst ég þurfa taka það fra að ég er frátekin

-og ekki senda mér neinar barnamyndir….bara nei mér finnst barnið þitt ekki jafn sætt og þér #sorrynotsorry

 

Læt fylgja með eitt söngmyndband frá því að ég var veislustjóri í brúðkaupi fyrr á árinu 2016.