Úthreinsun, gyllinæð og bjúguð píka!

Þessi færsla er einlægt bréf vinkonu minnar til mín fyrir nokkrum vikum til að búa mig undir komandi vikur meðgöngunnar. Er ég nú gengin 38 vikur og get tengt við helvíti marg á þesum lista og hló mig máttlausa við lestur þessa bréfs og vona ég að þú njótir jafn vel og ég. Ég er dýralæknanemi á Spáni og var myndin hér að ofan tekin þegar ég passaði enn í læknafötin.

Kæra vinkona, til hamingju með ástandið á þér.

Þar sem að ég hef gert þetta áður langaði mig til þess að segja þér frá nokkrum hlutum sem að ég upplifði sem að ég vissi ekki að væru ,,eðlilegir” áður en að þeir bara gerðust, í þetta skipti verður það um svona það subbulegasta.

Þegar að ég gerði þetta í fyrsta skipti óraði mig ekki fyrir því hversu mikið subbulegt þetta getur allt orðið, nei ég er ekki að tala um bara fæðinguna eða fyrirferðamiklu bumbuna sem að virðist geta safnað matarafgöngum úr öllum áttum. Nei, þetta er stór pakki sem að getur innihaldið þvílíkan viðbjóð. Vissulega er barnið sem að kemur í enda meðgöngunnar frábær verðlaun og allt það klisjubull, en þessir hlutir sem að ég ætla að segja þér frá eru ekkert ræddir nægilega mikið, allavegana fóru þeir allir framhjá mér áður en að ég komst að þessu sjálf.

,,Ertu að breytast í snigil ?”

Neibb..- þessi útferð er víst eðlileg. Já – dömubindi eru möst á meðgöngu ! Trúðu mér, ég hélt að ég þyrfti ekki að standa fyrir framan dömudótsrekkann í krónunni að velja mér þægilegustu dömubindin í þetta sull allt saman, en þarna stóð ég óþarflega oft til að reyna að finna hentugustu bindin því að margar tegundir sem að ég hafði keypt féllu ekki í sátt hjá vinkonunni.

Bjúgur!!!

Nei ekki bara þessi sem þú færð á fæturnar eða hendurnar heldur er píkan á þér einstaklega ,,góður” og vinsæll staður fyrir bjúginn að mæta á. Allur þrýstingurinn af bumbunni til dæmis gerir þetta vinsælan stoppistað. Trúðu mér þegar að ég segi þér að þú hafir ekki séð ljóta píku fyrr en að þú sérð illa bjúgaða píkuna á sjálfri þér í fyrsta skiptið. Ég allavegana þakkaði reglulega fyrir það að sjá ekki niður þegar að ég fann að þetta var að gerast, það versta samt var þegar að húðin gaf sig bara þegar að ég var sem verst og rifnaði bara í sundur.

,,Neðanrakstur og næsta level af sexýness”

Við komumst á nýtt ,,level” í sambandinu, ég og kærastinn minn þegar að hann kom að mér við það að reyna að raka á mér budduna. Þar sem að ég stóð klofvega yfir spegli inni á baði með sköfuna í hendinni og bjúgaða budduna bjóst ég ekki við því að fá félagsskap inni á bað. Síðan þá hef ég bara farið í vax á stofu og leyft einhverjum öðrum að sjá um að halda þessu við. Þetta er btw level sem að ég hugsa að ég hefði mögulega viljað sleppa við að komast á, allavegana í nokkur ár.

,,Gyllinæð”

Ó elsku vinkona, gamalt fólk fær ekki bara gyllinæð. Rassinn á mér er eins og blómvöndur þegar að hann er upp á sitt besta, þrátt fyrir að hafa notast við krem og stíla í langan tíma. Sumar hverfa aldrei og verða bara eins og slappir pokar sem að dingla þarna óboðnir og einstaklega ljótir.

,,Þvagleki”

Dömubindin eru ekkert bara möst útaf útferðinni sko, random hóstakast getur látið þig pissa rækilega á þig þó þú hafir ekki einusinni þurft að pissa. Eftir að hafa hnerrað hressilega í rúllustiga í Smáralindinni hef ég nánast aldrei farið út úr húsi án þess að vera með auka dömubindi og stundum nærbuxur með í för. Það er ekki gott að vera hlandblaut einhverstaðar úti, belív jú mí !

,,Broddur”

Sko á einhverjum tímapunkti á meðgöngunni getur þú lent í því að brjóstin á þér fara að leka einhverju sulli, þá þarf að fara að spá í brjóstainnleggjum. Til að hafa það svo líka á hreinu þá kemur ekki góð lykt með þessu sulli ef þú ert of lengi með sömu innleggin, gömul mjólk kemst nálægt því að vera svipuð á lyktina sem um ræðir því að það er næstum það sem að þetta sull er.

,,Gas”

Mín reynsla er sú að þú skalt alltaf vera með einhvern í kring um þig sem að þú getur kennt um. Þetta gerir ekki alltaf boð á undan sér.

,,Slímtappi og meððí”

Já, that’s a thing og já það er ógeð. Það eru margar sem að verða aldrei varar við hann, aðrar sem að missa hann í pörtum, sumar missa hann og það vex annar sem að fer rétt fyrir/í fæðingunni og svo loksins þær sem að sjá hann hangandi á hanskanum á ljósmóðurinni sem að er að athuga með útvíkkunina og þú spyrð þig ,,var hún í vitlausu gati??” (já,eða þú veist.. það er allavegana mín saga.) Subbulegt en jújú eins og með allt hitt – ósköp eðlilegur hlutur.

,,Að kúka í fæðingunni”

Já, ég kúkaði í baðkarið sem að ég fæddi í en engar áhyggjur, ljósmóðirin var með svona háf eins og er notaður í fiskabúr til að veiða upp fiska og ,,fiskaði” lollan sem að synti við hliðina á mér upp. Mér hefur aldrei liðið eins vel, og hey, kúka fyrir framan kæró levelið var þar með unnið.. …not, ég hélt að maðurinn myndi elska mig minna, en hann var upptekinn við það að horfa á hausinn á dóttur okkar koma út þannig að hann fattaði ekki að þetta hafði skeð (segir hann, ég veit vel að hann sá þetta allt saman).

Barnið er komið út, fylgjan fædd og það er búið að tjasla þér saman að neðan. Þá byrjar ball sem að ég hafði til dæmis ekki hugmynd um að væri á dagskrá hjá mér því að það ljáðist að segja mér frá því..

,,Úthreinsun”

Blæðingar eru ekkert í líkingu við þetta óóóógeð sem að mætti í mínar brækur eftir fæðinguna. Þrír mánuðir af úthreinsun tóku við hjá mér og ég hef aldrei verið eins þakklát fyrir hjúds dömubindi og ljótar nærbuxur áður !

Ég virðist hafa bara lent í einhverju ekstrím dæmi þar sem að ég veit af nokkrum sem að voru bara með úthreinsun í nokkrar vikur og svo búið. Mitt keis var þannig að það bara fossaði allskonar ógeð í þrjá mánuði og í endann var það orðið þannig að þetta var farið að lykta illa.  Lyktarbrasið byrjaði auðvitað með frábæru mómenti þar sem að föðursystir kæró var í heimsókn að kíkja á nýju frænku sína. Við vorum með hunda á heimilinu (einn mjög þekktan fyrir slys á gólfin) og allt í einu gossar upp þessi líka ógeðis lykt þannig að án þess að hugsa fórum við bara öll að leita að staðnum þar sem að einhver af þessum hundum hafði klárlega skitið á gólfið. Það fannst allavega enginn kúkur í þessari leit, en lyktina fann ég klárlega þegar að ég settist á klósettið eftir heimsóknina. Þrátt fyrir einstaklega tíðan neðanþvott og að ég hafi passað mig ótrúlega vel á öllu var þessi lykt bara af úthreinsuninni, fólk án djóks fann lyktina og við ákváðum að halda okkur bara heima þangað til að þetta væri búið. Kvennsi sagðist ekkert athugunarvert sjá við mig og að þessi lykt væri eðlileg.

,,Brjóstamjólkurpollar”

Þeir eru kannski ekkert subbulegir en ó dír god hvað þeir eru pirrandi.. Barnsgrátur getur triggerað þvílíka framleiðslu sem að ekki einusinni dýrustu innleggin geta stöðvað. Leiðinlega oft hef lent í því að þurfa að renna upp peysu og úlpu til þess að blettirnir í bolnum sjáist ekki!

 Ó elsku vinkona, það er svo margt sem að ég upplifði við þetta allt saman sem að ég skal með glöðu geði segja þér frá við tækifæri. Mundu nú samt að enginn er eins og þó að ég hafi lent í einhverju svona ógeði þarft þú ekkert endilega að upplifa það. Ég óska þér ánægjulegrar meðgöngu og vona að þú þurfir ekki að upplifa þetta allt saman.

15403764_10154642274876420_6511671505934359156_o

Mynd af undirritaðri í Ikea. Mæli ekki með því á þriðja og síðasta parti meðgöngunnar!

Þangað til næst -Hrefna Líf

Snapchat: hrefnalif