Magakveisubarnið og töfralausnir?

Núna þekkja það margir með ungabörn að þau geti verið óvær sama hvað búið er að reyna. Mikið af gasi er í maga og meltingarvegi sem þau eiga erfitt með að losa sig við og verða því óróleg og pirruð. Ég var búin að eyða fleiri kvöldum en geðheilsan bauð upp á gangandi um ganga um gólf í þeirri von um að hugga barnið svo það/við gætum fest svefn eða hætt að gráta.

Við búum á Spáni og hér er bólusett 2 og 4 mánaða og engin skoðun þess á milli í heilar 8 vikur. Ég var því búin að undirbúa mig vel fyrir þennan síðari læknatíma og bólusetningu. Fór með langan lista af einkennum og var 100% á því að barnið mitt væri með bakflæði. Hérna á Spáni hittir maður barnalækni og hjúkrunarfræðing í hverjum tíma í ungbarnaeftirlitinu. Þannig að ég bað um lyf við bakflæði þar sem að mér fannst öll einkenni stemma nema að hann ældi mjög takmarkað. Fékk ég þau lyf í gegn með miklum trega. Þar sem að barnalæknirinn var ekki sammála mér þar sem að barnið ældi ekki. En ég gaf mig ekki þar sem að það er vel hægt að vera með bakflæði án þess að æla, sem að kallast á ensku „silent reflux“. Þá stemma öll einkenni nema það að barnið ælir ekki. Einkennin sem að Jökull Dreki var með voru eftirfarandi:

*Vildi ekki liggja út af og helst bara sitja uppréttur.
*Varð mjög pirraður eftir hvern pela.
*Grét viðstöðulaust oft allan daginn.
*Útþaninn magi.
*Grænar og slímkenndar hægðir (sem getur bent til mikils lofts í þörmum m.a.).
*Mjög lítil þyngaraukning frá mánuði 3-4 (60gr).
*Vildi illa taka pela og færði hausinn til hægri og vinstri, þannig erfitt var að gefa honum að borða þar sem að hann færði sig alltaf frá nema að hann væri gjörsamlega sár svangur.
*Svo var það þetta mikla loft, hann var prumpandi mjög mikið. Börn prumpa mjög mikið. En þetta var orðið non-stop allan sólarhringinn og mikið rop.
*Hiksti nánast á hverjum klukkutíma.
*Andardráttur oft „asmalegur“ eða eins og hann væri með kvef og hósti. (sem að ég taldi stafa af kvefi).

Þetta eru mörg einkenni, en geta öll átt við um bakflæði. En þegar ég fer til læknis þá vil ég helst skrifa meira niður á blað heldur en minna. Þar sem að minnstu hlutir geta oft gagnast lækninum eða hjúkrunarfræðingum til að greina hvað er að hjá barninu. Ég geri þetta líka í hvers sinn sem ég þarf sjálf að fara til læknis eða hef farið til sálfræðings. Þar sem að ég á það til að gleyma að nefna margt þegar ég er loksins komin og samræður eru hafnar. Þannig að topp næs að koma bara með lista tilbúinn og afhenda hann 😀

Ég neitaði því að fara frá lækninum nema án einhvers sem að myndi slá á eitthvað af þessum einkennum. Fengum við því lyfseðil fyrir Omeprazole formúlu sem ég gef á 12 tíma fresti miðað við þyngd. Innan við 2 klukkustundum frá fyrstu gjöf sá ég undraverðan árangur. Barnið er allt annað. Hann vill liggja út af, borða og er miklu hamingjusamari. Við fengum tíma í endurkomu 2 vikum seinna, sem er næsta þriðjudag til að meta stöðu mála og þá mun ég biðja um áframhaldandi skammt.

Eftir læknatímann kom ég við í apótekinu á leiðinni heim. Apótekarar ef það er orð, er án efa yndislegasta fólkið á Spáni. Þvílik þjónusta sem að maður fær. Það er aldrei reynt að selja manni einhvern óþverra og oft hafa þau tekið niður símanúmerið mitt til að leita að bestu vörunni fyrir mig og panta hana inn svo að ég þurfi ekki að prófa mig áfram.

Ég fór í apótekið og langaði að kaupa „Bio Kult infantis“ sem hefur reynst gott fyrir margar mömmur sem ég talaði við. En það fékkst ekki hér. Það er líka hlutfallslega miklu dýrara. En í staðinn voru mér seldar 2 vörur. „Colikind“ frá Mamas nature og Aero-red dropa. Ég talaði um þessar vörur á snappinu mínu og hvað þetta hafi bjargað okkur á minu heimili.

18762569_10155209788476420_1142692320_n

Þetta eru náttúrleg hómópata lyf og fást án lyfseðils. Ég prófaði að sleppa bleiku dropunum í einn sólarhring og það mun ég ekki gera aftur! Hann fyltist allur að lofti og vildi ekki borða og leið mjög illa, þar sem hann gat ekki komið frá sér öllu loftinu og vildi ekkert sofa. Colikind hefur róandi áhrif á meltingarstarfsemina og áhugasamir geta lesið innihaldslýsingu í eftirfarandi linkum.

Mamas nature colikind  -hérna selt í dropum en ekki í kornum.

Aero red (infacol) droparnir

Hérna gef ég 2 linka sem hægt er að kaupa þessar vörur á ebay. Aero red droparnir virðast bara vera til á Spáni, en ég fann samheita“lyfið“ Infacol. Ég get bara ekki mælt nógu mikið með þessum 2 vörum saman. Endalaust er til við magakveisu. Hef ég heyrt af skírnis dropum og miniform. Hvorugt sem að ég hef prófað.

Ég útbý pelana daginn áður, set duftið í box ásamt colikind kornum og set vatn í pela og aero red dropana út í og blanda svo fyrir næstum hverja gjöf. Ef barnið er á brjósti er svo hægt að fá þetta hvoru tveggja í vökvaformi og setja beint upp í áður en gefið er brjóstið.

Ég vona að þessar vörur hjálpi fleirum en mér. Það er himin og haf á mínu barni með hjálp þessara tveggja vara ásamt omeprazole að ég gat ekki annað en deilt þessu með fleiri foreldrum.

Þið finnið mig svo á snapchat þar sem ég er tala um allt of mikið. Dýralæknanámið, Jökul Drek, hundana og/eða Spán með dassi af  „ég er ekki tabú“.

Snapchat:hrefnalif

IMG_3033