Topp lausn við moskító bitum -með kómísku ívafi

**Færlsan er ekki kostuð**

Þú ert búin að vinna svo vikum skiptir, taka jafnvel nokkrar aukavaktir og bíða eins og spenntur krakki á aðfangadag eftir að allir klári að borða svo að hægt sé að opna pakkana! Nema þú ert fullorðin og þig langar ekkert að eyða jólunum í skammdeginu sitjandi við dagljósa lampann þangað til þú sofnar. Nei nei, heldur betur ekki! Það er 20. des og þú ert að skella þér til Tenerife (eða Spánar eins og íslendingar kjósa að kalla það). Þér tókst að sannfæra manninn þinn um að fyrsti dagurinn á „Spáni“ væri löggildur frídagur þar í landi fyrir mæður og að þú ætlir að eyða þeim degi í slökun við sundlaugarbakkann. Ein, ef við teljum ekki hvítvínsglösin með. Lífið gerist ekki betra, 30 stiga hiti, þú sérð móta fyrir taninu og hugsar hvað þú verðir nú aldeilis kjútípæ á aðfangadagskvöld í nýja kjólnum sem þú keyptir á asos rétt fyrir ferðalagið. Þú ert farin að glotta að tilhugsuninni hvað gerist svo eftir að börnin fari að sofa…á aðfangadagskvöld. Þá ætli mamma sko aldeilis að bjóða Sveinka í smá kvöldkaffi!!!        Allt í einu finnur þú sting og panikkar. Svona panikk eins og þegar þú fattar að þú ert að byrja á túr á mikilvægum fundi en þú ert ekki með túrtappa á þér! Það er á þessu mómenti sem að þú áttar þig á að þú gleymdir að setja á þig skordýravörn! Moskítóflugurnar svoleiðis komnar í jólagírinn að fá loksins almennilegt norrænt blóð, þær eru komnar með nóg af því suðræna.

10399592_61280701419_9371_n

Á góðum degi á Karnavali í Paragvæ eftir aðeins og marga bjóra, en engin bit!

Þessi færsla átti bara að vera stutt og laggóð. Ég mælti með töfralausn (fyrir mig) á mínu snappi fyrir meira en ári síðan og hafa spurningarnar ekki hætt að koma. Ég tók mig því til og ákvað að koma mínum ráðleggingum á prent. Sem falla undir liðinn „Hrefnu-tips“ á snapchat.

Sumarið 2016 flutti ég til Spánar, komin 19 vikur á leið. Ég vildi helst sleppa við að nota sterk efni þar sem listinn fyrir það sem má ekki á meðgöngu er töluvert lengri en það sem er „OK“. Í gegnum tíðina hafði alltaf gagnast mér að taka B vítamín til að forðast bit. Ég skundaði því inn í fyrsta apótekið sem að ég sá á Spáni og bað um „vitamin B, por favor“. Eftir nokkra daga sá ég engan mun og taldi ég 70 bit á líkamanum á mér :/ Með hjálp dr Google komst ég að því að B vítamin er ekki bara B vítamín. Heldur þarf B vítamínið að innihalda B1 (thiamine). Ég fór því aftur út í apótek og passaði að kaupa rétt B glas. Sem leiddi til þess að ég fékk mjög sjaldan bit á því eina ári sem að ég bjó á Spáni. Að undan töldu þeim skiptum sem að ég gleymdi að taka það….í nokkra daga…sem var nokkuð oft, verandi ólétt 😀 B1 vítamín virkar þó ekki fyrir alla. En bjargaði minni geðheilsu og vonandi þinnar ef þú ákveður að heimsækja moskítóflugur.

10399626_61500261419_5255_n

Í Ekvador, fór þangað fyrst sem skiptinemi 2003-4 og hef svo heimsótt það 3x.

Ég hef ferðast gífurlega mikið um heiminn. Hef mikið farið í bakpokaferðalög og ég passa mig alltaf á því að kaupa staðdeyfikrem í apótekum áður en ég fer. Ég hef sett það á brunasár og það er bjargvættur þegar ég hef verið bitinn, því kremið deyfir svæðið. Hægt er að kaupa það án lyfseðils og nefnist það Xylocain (Lidocaine víða erlendis, sem er virka innihaldsefnið).

Vonandi gagnast þetta einhverjum. Ef ykkur þyrstir í fleiri „Hrefnu-tips“ eða ágætis afþreyingu. Þá er snappið mitt: hrefnalif

Þangað til næst
Hrefna Líf
Snapchat: hrefnalif